MSC & ASC fyrir sjávar- og lagareldisafurðir

MSC býður upp á vottun sjálfbærra fiskistofna og rekjanleika sjávarafurða til þeirra. Víða er orðin krafa kaupenda að sjávarafurðirnar séu með sjálfbærnivottunarmerki og er MSC þar fremst í flokki.
ASC er sambærileg vottun fyrir lagareldi.

Ath. þessi síða er ekki alveg tilbúin og eiga frekari upplýsingar eftir að bætast hingað inn. Sértu með fyrirspurn eða óskar eftir umsóknargögnum bendum við þér að hafa samband við okkur á msc@tun.is.

Reglur MSC og ASC Chain of Custody

MSC heldur úti stóru safni af kröfuskjölum, leiðbeiningum og leiðréttingum. Tenglarnir hér að ofan leiða þig inn á leitarsíðu með öllu safninu.

Reglur um notkun vottunarmerkja

Vottunarmerki eru hluti af verðmætum vottunarkerfa og eru í eign eigenda kerfanna. Það er mikilvægt fyrir ímynd kerfanna að samræmd notkun sé meðal þátttakenda kerfanna og að fjölmiðlar og aðrir sem sinna umfjöllun um kerfin virði birtingareglurnar. Notkun merkja lífrænnar vottunar til markaðssetningar á Íslandi er háð skriflegu leyfi Vottunarstofunnar Túns.

Þeir sem ekki hafa staðist úttekt og vottun mega ekki bera vottunarmerki viðkomandi kerfis og eru afleiðingar af slíku misalvarlegar. Hér að neðan er að finna reglur um birtingu vottunarmerkja fyrir lífræna framleiðslu á Íslandi.

Merki MSC

MSC hefur gefið út leiðbeiningarit um meðferð vottunarmerkisins. Vottunarhafar þurfa að kynna sér ritið og fylgja leiðbeiningum þess við vörumerkingu og almenna markaðssetningu. Auk þess bendum við fjölmiðlum og öðrum sem kunna að birta merkið sem hluta af umfjöllun eða kynningu að fylgja leiðbeiningunum og stuðla að réttri birtingu þess.

Gild MSC Chain of Custody vottorð á Íslandi

Á hlekknum hér að ofan getur þú fundið hvaða aðilar eru með gild MSC Chain of Custody vottorð. Leitin er stillt á Ísland en hægt er að leita um allan heim.