Lífræn vottun

Vottað lífrænt

ATHUGIÐ AÐ ÞESSI SÍÐA ER ENN Í SMÍÐUM. FREKARI UPPLÝSINGAR, LEIÐBEININGAR OG VERÐSKRÁ MUNU BÆTAST VIÐ FLJÓTLEGA.

Lífrænar afurðir eru þær sem hafa verið framleiddar samkvæmd samþykktum skilgreiningum um lífræna ræktun. Reglugerðir Evrópusambandsins um lífræna ræktun ná til plöntu og dýraafurða, unnum sem óunnum sem ætlaðar eru til manneldis eða sem dýrafóður. Ísland tekur upp reglugerðirnar um lífræna vottun eins og svo margar í gegnum EFTA sem þýðir að ef vara fellur undir umfang reglugerðanna er nauðsynlegt að fylgja þeim til að mega merka hana eða kynna sem lífræna.

Ekki fellur allt undir reglugerðina, til að mynda snyrtivörur og matreiðsla, og hefur Tún í samráði við innlenda og erlenda sérfræðinga viðhaldið reglum um framleiðslu lífrænna afurða og þjónustu utan reglugerða. Sumar vörur hljóta með því heimild til að vera notaðar sem innihald í lífrænar afurðir innan reglugerða.

Náttúruafurðir eru annar flokkur vottunar sjálfbærra afurða en þar á meðal er t.d. dúnn og fiskimjöl þar sem heilnæmi og sjálfbærni í takt við kröfur lífrænnar vottunar eru grunnurinn að kröfum til vottunarhafa. Sumar vörur hljóta með því heimild til að vera notaðar sem innihald í lífrænar afurðir innan reglugerða.

Evrópuráðið heldur úti síðu með miklu magni upplýsinga um lífræna vottun og uppfærir skjal með algengum spurningum framleiðenda og neytenda.

Finna vottaða aðila

Öll vottunarskírteini skulu gefin út í miðlægu kerfi ESB sem kallast TRACES NT frá og með júní 2023. Þetta nýja fyrirkomulag auðveldar utanumhald fyrir eftirlitsaðila og þátttakendur í lífrænni vottun.

Athugið að þar sem enn er verið að skrá inn úttektir ársins 2023 eru ekki öll skírteini komin inn í kerfið.

Fyrir framleiðendur, vinnsluaðila og innflytjendur bendum við á leiðbeiningavef fyrir innskráningu og skráningu nýrra aðila í kerfið hér til hliðar.

Ertu að leita að vottunarskrá Túns? Hafðu samband við okkur á ORGANIC@TUN.IS.

Vottunarferlið

Umsóknarferli

  1. Umsækjandi smellir á græna hnappinn efst í hægra horni síðunnar eða hefur samband við okkur hjá Túni í gegnum organic@tun.is

  2. Tún sendir umsóknargögn til umsækjanda.

  3. Umsækjandi sendir inn vel útfyllt umsóknargögn til Túns.

Úttektarferli

  1. Matsmaður Túns fer yfir umsóknargögn.

  2. Matsmaður Túns og tengiliður umsækjanda ákveða tímasetningu úttektar.

  3. Umsækjandi fær vettvangsúttekt frá matsmanni Túns.

Ákvörðun / Vottun

  1. Umsóknin og matsskýrsla er lögð fyrir vottunarnefnd lífrænnar vottunar og náttúruafurða hjá Túni til ákvörðunar.

  2. Ef umsókn er samþykkt fær umsækjandi vottorð.

Lög og reglugerðir um lífræna vottun

Reglur um notkun vottunarmerkja

Vottunarmerki eru hluti af verðmætum vottunarkerfa og eru í eign eigenda kerfanna. Það er mikilvægt fyrir ímynd kerfanna að samræmd notkun sé meðal þátttakenda kerfanna og að fjölmiðlar og aðrir sem sinna umfjöllun um kerfin virði birtingareglurnar. Notkun merkja lífrænnar vottunar til markaðssetningar á Íslandi er háð skriflegu leyfi Vottunarstofunnar Túns.

Þeir sem ekki hafa staðist úttekt og vottun mega ekki bera vottunarmerki viðkomandi kerfis og eru afleiðingar af slíku misalvarlegar. Hér að neðan er að finna reglur um birtingu vottunarmerkja fyrir lífræna framleiðslu á Íslandi.

Evrópulaufið

Evrópusambandið hefur gefið út leiðbeiningarit um meðferð vottunarmerkisins á lífrænni framleiðslu sem fellur undir reglugerðir þess. Framleiðslu sem vottuð er innan reglugerða Evrópusambandsins er skylt að auðkenna sig með Evrópulaufinu sé varan markaðssett sem lífrænt vottuð. Vottunarhafar þurfa að kynna sér ritið og fylgja leiðbeiningum þess við vörumerkingu og almenna markaðssetningu. Auk þess bendum við fjölmiðlum og öðrum sem kunna að birta merkið sem hluta af umfjöllun eða kynningu að fylgja leiðbeiningunum og stuðla að réttri birtingu þess.

Vottunarmerki Túns

Frá því fyrir tíma Evrópulaufsins hefur merki Túns um lífræna vottun og náttúruafurðir auðkennt slíkar vörur hér á landi. Framleiðslu sem vottuð er innan reglugerða Evrópusambandsins er heimilt að nota einnig merki Túns og mælum við með því til að auðkenna betur íslenska framleiðslu. Framleiðslu sem vottuð er lífræn utan reglugerðanna, til að mynda snyrtivörur, og náttúruafurða er skylt að auðkenna sig með merkjunum sé varan markaðssett sem vottuð samkvæmt kröfum Túns. Í leiðbeiningariti um kröfur til lífrænnar vottunar og náttúruafurða sem Tún hefur gefið út í fjölda ára koma fram leiðbeiningar um notkun og birtingu vottunarmerkja Túns. Vottunarhafar þurfa að kynna sér ritið og fylgja leiðbeiningum þess við vörumerkingu og almenna markaðssetningu. Auk þess bendum við fjölmiðlum og öðrum sem kunna að birta merkið sem hluta af umfjöllun eða kynningu að fylgja leiðbeiningunum og stuðla að réttri birtingu þess.