Skipulag

Megin kjarninn í skipulagi Vottunarstofunnar Túns er fólginn í tveimur þjónustusviðum, vottun lífrænna afurða og aðfanga, og vottun sjálfbærra sjávarnytja. Verkefnastjórar með menntun og faglegan bakgrunn á viðkomandi sviðum annast daglega umsjón og skipulagningu. Þeim til aðstoðar eru þjálfaðir matsmenn sem annast úttektir og eftirlit, og vottunarnefndir sérfróðra manna sem fjalla um niðurstöður eftirlits og taka ákvarðanir um vottun.

Auk vottunarnefnda eru til stuðnings vottunarþjónustu Túns starfræktar tækninefndir um reglur, um óhlutdrægni, um gæðastjórnun og um afmörkuð þróunarverkefni, eftir því sem þörf krefur.

Vottunarstofan Tún er einkahlutafélag og starfar í samræmi við lög þar um. Stofnhluthafar þess voru Eyjafjarðarsveit, Gnúpverjahreppur (nú Skeiða- og Gnúpverjahreppur), Grýtubakkahreppur, Hvolhreppur (nú Rangárþing eystra) og Mýrdalshreppur. Tún er nú í eigu átján hluthafa og stærstir þeirra eru Náttúrulækningafélag Íslands, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Olíuverslun Íslands hf., Bananar hf. og Auðhumla svf.

Allt eru þetta aðilar, sem vildu stuðla að því að til yrði hér á landi sjálfstæð vottunarstofa á sviði sjálfbærrar framleiðslu sem starfrækt væri í samræmi við ströngustu kröfur um óhlutdrægni, gegnsæi og alþjóðleg vottunarviðmið.

Í samræmi við þann ásetning og í samræmi við staðla sem Vottunarstofan Tún er viðurkennd (faggild) samkvæmt, undirgengst Tún á hverju ári öflugt innra og ytra eftirlit með starfsháttum, sem er til þess fallið að tryggja óhlutdrægni í eftirliti og aðgreiningu vottunarþjónustu frá störfum stjórnar og hluthafa.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur