Vottunarstofan Tún hefur mótað vottunarreglur um náttúruafurðir og aðföng. Þær fjalla um tvo megin þætti:
- framleiðslu á aðföngum sem heimilt er að nota í lífrænni ræktun og vinnslu lífrænna afurða og aflað er með sjálfbærri auðlindanýtingu, til dæmis framleiðslu á fiskimjöli og lýsi fyrir áburð og fóður, og framleiðslu á kalkþörungadufti fyrir fóður og bætiefnagerð;
- framleiðslu á öðrum náttúruafurðum sem aflað er með sjálfbærum nytjum á ýmsum endurnýjanlegum náttúruaðlindum, til dæmis söfnun og vinnslu á æðardúni, vinnslu á söltum og nýtingu vatnslinda.
Leiðbeiningar og reglur um vottun lífrænnar framleiðslu og náttúrunytja má panta með því að senda skeyti á tun@tun.is en einnig má sækja þær með rafrænum hætti hér: