Saga

Vottunarstofan Tún var stofnuð þann 9. september 1994. Frumkvæði að stofnun félagsins áttu forráðamenn þróunarverkefnisins Lífrænt samfélag (sem var starfrækt um skeið í Mýrdalnum) í samvinnu við samtökin Verndun og ræktun (VOR, félag bænda í lífrænum búskap), nokkur sveitarfélög norðan og sunnan heiða, samtök neytenda og verslunar, samvinnufélög bænda og fleiri áhugasama aðila.

Fyrstu fimmtán árin var starfsemi Túns að mestu bundin við þróunarstarf og vottunarþjónustu á sviði framleiðslu lífrænna afurða og aðfanga. Í samvinnu við breska þróunarfélagið Soil Association byggði Tún upp vottunarkerfi að Evrópskri fyrirmynd. Æ síðan hefur starfsemi félagsins byggst öðrum þræði á alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum og samvinnu við erlend systurfélög og fjölþjóðasamtök.

Árið 2008 urðu þáttaskil þegar félagið hóf undirbúning þess að annast vottun og eftirlit á sviði sjálfbærra sjávarnytja samkvæmt viðmiðunarreglum Marine Stewardship Council.  Árið 2019 hóf félagið uppbyggingu vottunarþjónustu á sviði ferðamála og býður nú úttektir og vottun samkvæmt viðmiðum Vakans, Bláfánans og Græna lykilsins.

Lengi vel var einn fastráðinn starfsmaður hjá félaginu, en frá og með árinu 2010 hefur starfsmönnum smám saman fjölgað. Auk þeirra hefur frá upphafi fjöldi sérfróðra manna annast matsstörf, úttektir, nefndastörf og þróunarvinnu á vegum félagsins, margir hverjir í sjálfboðastörfum í þágu góðs málstaðar og án þess að þiggja laun fyrir störf sín.

Fyrstu starfsárin var skrifstofa félagsins í Vík í Mýrdal, en frá og með árinu 1999 hefur aðsetur þess verið í Reykjavík.

Frá stofnun Túns og til þessa dags hefur fjöldi einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja lagt starfsemi félagsins lið með einum eða öðrum hætti og með því tryggt uppbyggingu alþjóðlegrar vottunarþjónustu á sviði sjálfbærrar framleiðslu hér á landi.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur