Hlutverk

Tilgangur Vottunarstofunnar Túns er að þróa og gefa út reglur um sjálfbærar aðferðir við nýtingu náttúruauðlinda og framleiðslu landbúnaðar- og náttúruafurða, að annast eftirlit með og votta starfsemi sem sótt hefur um vottun samkvæmt þeim reglum, að tryggja að vottunarkerfi félagsins uppfylli alþjóðlegar kröfur um starfshætti vottunarstofa, og að stuðla að aukinni þekkingu framleiðenda og neytenda á sjálfbærum aðferðum.

Tún gefur út Reglur Túns um lífræna framleiðslu og sjálfbærar náttúrunytjar, veitir ítarlegar upplýsingar um vottunarreglur Marine Stewardship Council (MSC) fyrir sjálfbærar sjávarnytjar (fiskveiðar og rekjanleika fiskafurða), og sendir lysthafendum fræðslurit um lífrænar og sjálfbærar aðferðir og vottun. Tún hefur þróað vottunarreglur fyrir ný svið framleiðslu, til dæmis lífræna ylrækt, lagargróður, snyrtivörur, matreiðslu, æðardúntekju, kalkþörunga og fiskimjöl og -lýsi.

  • Tún vottar fjölda bænda, jurtasafnara og vinnslustöðva, sem nota lífrænar aðferðir samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og framleiða nokkur hundruð tegundir vottaðra lífrænna afurða. Tún vottar veiðar á nokkrum helstu nytjastofnum við Ísland og fjölda fyrirtækja sem annast vinnslu og sölu á fiskafurðum úr MSC-vottuðum stofnum.
  • Framleiðendur sem Tún vottar þurfa að uppfylla strangar reglur og reglubundið eftirlit, auk þess sem fyrirvaralausar úttektir eru gerðar árlega.

Tún vinnur samkvæmt alþjóðlegum stöðlum (ISO 17065) um starfshætti og vinnubrögð vottunarstofa. Sjálfstæðir fagaðilar fylgjast reglulega með því að Tún uppfylli þær kröfur og hafi starfsemi sinni í samræmi við kröfur um gegnsæi, óhlutdrægni og fagleg vinnubrögð. Vottunarstofan Tún er faggild af faggildingarsviði Einkaleyfastofu til vottunar lífrænnar framleiðslu og af þýsku stofunni ASI GmbH til MSC-vottunar fiskveiða og rekjanleika sjávarafurða.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur