Vottun

Hvað er vottun?

Vottun er lokaáfangi á misjafnlega löngu ferli sem hefst þegar umsókn um vottun hefur verið send til vottunarstofu. Vottun er staðfest með vottorði sem tilgreinir nafn þess sem hlýtur vottun, þær reglur sem vottað er samkvæmt, gildistíma vottunar og umfang hennar. Vottun veitir handhafa vottorðsins heimild til að nota vottunarmerki og tilvísun samkvæmt samningi þar um við markaðssetningu vottaðrar framleiðslu.

Vottun lífræns landbúnaðar

Þegar aðlögun lands lýkur er unnt að vottað landið „lífrænt“ og óunnar afurðir þess sem „lífrænar“. Aðlögun búfjár getur farið fram meðfram eða í kjölfar aðlögunar á nytjalandi. Þeir sem pakka óunnum, ferskum, matvælum heima og merkja þau til sölu þurfa ennfremur að láta votta slíka starfsemi.

Vottun vinnslustöðva lífrænna afurða

Vinnslustöðvar geta vænst vottunar ef þær uppfylla kröfur um innihald afurða, uppruna og aðgreiningu hráefna, gæðastýringu og fleira sem reglur kveða á um. Ef innihaldsefni upprunnin úr landbúnaði eru a.m.k. 95% vottuð lífræn, og það sem á vantar eru svo nefnd „leyfileg innihaldsefni af hefðbundnum uppruna“, er heimilt að votta viðkomandi vöru sem „lífræna“. Ef slík efni eru undir 95% en ná þó 70% er einungis heimilt að vísa til lífrænna aðferða í innihaldslýsingum.

Vottun innflutnings á lífrænum afurðum

Fyrirtæki sem flytja inn lífrænar vörur, eða endurpakka þeim, og/eða hyggjast markaðssetja þær með eigin vörumerki og með tilvísun til lífrænna aðferða, þurfa að sækja um vottun. Ef gögn um uppruna afurða og meðhöndlun þeirra uppfylla kröfur geta slík fyrirtæki hagnýtt vottunarmerki Túns við markaðssetningu þessara afurða, merki sem íslenskir neytendur þekkja nú í vaxandi mæli.

Vottun aðfanga og náttúruafurða

Vottun aðfanga og náttúruafurða er mjög sambærileg vottun lífrænna afurða. Munurinn er einkum sá að ekki er krafist aðlögunartíma við nýtingu auðlindanna, og með vottun er heimiluð önnur tilvísun og annað vottunarmerki við sölu og markaðssetningu afurðanna. Í báðum tilvikum ber vottunarmerkið tilvísunina „vottuð náttúruafurð“, og auk þess er heimilt að merkja aðföng með áletruninni „leyfileg aðföng í lífrænni framleiðslu“.

Ákvarðanir um vottun

Ákvörðun um vottun er tekin á grundvelli úttektar sem fram fer á starfsemi umsækjanda. Úttektarskýrsla er rýnd og síðan lögð fyrir vottunarnefnd til ákvörðunar. Umsækjendur sem hafa athugasemdir við ákvarðanir um vottun eru hvattir til að koma slíkum athugasemdum á framfæri við Tún. Nánari upplýsingar um umsagnarrétt, kvartanir, andmæli og endurupptöku ákvarðana er að finna hér.

Vottunarmerki og notkun þeirra

Þegar starfsemi eða afurð hefur hlotið vottun fær vottunarhafi heimild til að nota vottunarmerki við merkingu, kynningu og markaðssetningu þess sem vottað er. Notkun þess er jafnan háð ströngum skilyrðum og fyrirfram veittu leyfi Túns (eða þess sem er eigandi viðkomandi vottunarmerkis).
Nánari upplýsingar um notkun vottunarmerkja Túns og annarra vottunarmerkja sem Tún annast eftirlit með má fá með því að senda beiðni þar um í tölvupósti á tun@tun.is.

 

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur