Umsókn
Umsóknarferli Vakans byrjar á tilboðsbeiðni til Vottunarstofunnar Túns ehf. á heimasíðunni okkar og umsókn um þátttöku í Vakanum til Ferðamálastofu. Tilboð er gefið út og sé því tekið er gerður samningur til þriggja ára.
Vottunarferlið
Vottunarferlið skiptist í
1. Úttektarferli:
- Umsækjandi fær aðgang að almennum viðmiðum Vakans á heimasíðu okkar til útfyllingar þar sem upplýsingar og gögn eru send til Túns.
- Skjalaúttekt fer fram á innsendum gögnum.
- Vettvangsúttekt fer síðan fram innan tveggja mánaða frá því að öll gögn hafa borist.
- Niðurstöður úttektar eru kynntar umsækjanda.
- Úrbætur vegna frávika þurfa að berast áður en næsta skref er tekið.
4. Ákvörðun um vottun:
- Að úttekt lokinni er tekin ákvörðun um afgreiðslu umsóknar og þeir sem uppfylla kröfur fá sent vottunarskjal Vakans. Niðurstaða er tilkynnt Ferðamálastofu.
- Vottun gildir í þrú ár.
5. Eftirlit og endurvottun:
- Eftirlitsúttekt er gerð a.m.k. einu sinni á ári.
- Eftirlitsúttekt fer að jafnaði fram á vettvangi, en þar sem áhætta er lítil getur fyrsta eftirlitsúttekt farið fram með skjalaúttekt.
- Fyrsta eftirlitsúttekt er jafnan fyrirvaralaus en aðrar eru tilkynntar með hæfilegum fyrirvara.
- Áður en viðurkenning rennur út er kannað hvort fyrirtækið óski áframhaldandi þátttöku og ef svo er hefst nýtt úttektar- og eftirlitsferli fyrir komandi þrjú ár.