Afhverju Vakann?

Hvað er Vakinn

Vakinn er vottun á því að til staðar sé gæðastjórnun sem uppfyllir þær kröfur sem kerfið telur til. Til staðar þarf því að vera fyrirliggjandi skipulag á gæðamálum, ákveðin skjöl þurfa að vera til staðar, þekking meðal starfsmanna á þeirra stað í gæðakerfinu auk þess sem það verklag sem skilgreint er samkvæmt gæðakerfinu þarf að vera framfylgt. Innan gæðastjórnuninnar er einnig umhverfisstjórnun og er hægt að sækja um brons, silfur og gull flokkun á árangri og umfangi umhverfisstjórnunarinnar.

Innri ávinningur

Sé fyrirtækið þitt ekki með gæðastjórnun nú þegar getur það leitað á heimasíðu Vakans (www.Vakinn.is) og aflað sér þar upplýsinga og tóla til þess að byggja upp einfalt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi. Fræðin sýna það afdráttarlaust að innleiðing heppilegs gæðastjórnunarkerfis er alltaf hagkvæmur kostur, sé það gert af áhuga og vilja og allir starfsmenn eru þátttakendur í innleiðingunni og framkvæmd þess. Innri ávinningur telur þætti eins og minni sóun auðlinda, aukna framleiðni vegna betri nýtingar tíma, aukna yfirsýn á auðlindir og á endanum meiri hagnað. Umhverfisstjórnunarkerfi sýna fram á svipaðar niðurstöður fyrir rekstraraðila auk þess að hafa bein jákvæð áhrif á umhverfisáhrif þeirra.

Vottun Vakans bætir því við að þriðji aðili sinnir eftirliti með gæða- og umhverfiskerfinu og bæði þrýsir á um úrbætur og hvetur til frekari árangurs. Slíkt aðhald getur verið lykillinn að markmiði flestra gæða- og umhverfisstjórnunarkerfa sem eru sífelldar framfarir.

Ytri ávinningur

Vottunarmerki sem lúta framkvæmd og eftirliti óháðs þriðja aðila hafa sýnt sig að auka traust viðskiptavina, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, á því að sú vara eða þjónusta sem vottaða fyrirtækið býður upp á standist ákveðnar kröfur. Kröfur Vakans styðja sig við alþjóðleg kerfi og má treysta því að fyrirtæki sem hafa hlotið vottun séu meðal fremstu fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónstu þegar kemur að þroska gæða- og umhverfisstjórnunar.

Vottunin ein og sér getur því fært fyrirtæki skrefinu nær því að festa samstarfssamninga innanlands þar sem kerfið er vel þekkt eða krækt í ferðamenn sem í sífellt auknu mæli leitast eftir vörum og þjónustu sem hlotið hafa vottun af ýmsu tagi.

Ímynd fyrirtækja styrkist sem traustverðir aðilar í atvinnulífinu og þau sem hafa hlotið vottun vegna góðs árangurs í umhverfismálum hafa nú þegar forskot á samkeppnina enda hefur umhverfisvernd, samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri aldrei verið mikilvægari.

Kostnaður

Innleiðing gæða- og umhverfsstjórnunar er minnst tengd úttektar og vottunarþjónustunni sjálfri. Kostnaðurinn felst lang mest í þeim tíma sem tekur að byggja upp stefnur, verklagsreglur, skilgreina hlutverk starfsmanna og þar fram eftir götunum. Einhver kostnaður getur falist í búnaðarkaupum, jafnvel lausnum fyrir grænt bókhald og loks þegar gæðakerfið er tilbúið og vottunar er óskað bætist við kostnaður vegna þess.

Í samantektarrannsókn frá 2019 kemur fram að vel heppnuð og sýnileg framkvæmd umhverfis- og samfélagsverkefna hjá fyrirtækjum (eins og vottun) hefur jákvæð áhrif á rekstrarafkomu. Það er að segja, líklegra er að slík aðgerð skili hagnaði en tapi sé vel að verki staðið.

Tilboð í beinan kostnaður vegna úttektar- og vottunarþjónustu Vakans hjá Túni fæst með því að senda okkur tilboðsbeiðni hér á heimasíðunni.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur