Vakinn

Vottun samkvæmt Vakanum

Vakinn er gæða- og umhverfisvottunarkerfi íslenskrar ferðaþjónustu. Í fáum orðum táknar vottun skv. Vakanum árangur í ábyrgum rekstri, öryggismálum, þjónustugæðum og menntun framlínustarfsmanna ásamt þrepaskiptum árangri í umhverfismálum; brons, silfur og gull.

 

 

 

 

 

Vakinn skiptist milli gistitengdrar ferðaþjónustu og svo alls annars sem ferðaþjónustan hefur uppá að bjóða. Kröfurnar eru er skiptar í almenn viðmið með 35 kröfur sem gilda um allan rekstur og skiptast í eftirfarandi kafla:

 • Upplýsingagjöf
 • Stjórnun- og mannauðsmál
 • Öryggi og hreinlæti
 • Umhverfismál

og sértæk viðmið sem taka fyrir sérstakar aðstæður í mismunandi afþreyingarferðaþjónustu. Þau viðmið hafa mismunandi fjölda krafna en flokkarnir eru almennt eftirfarandi:

 • Öryggi og viðhald
 • Samstarf við birgja/samstarfsaðila
 • Umhverfi
 • Menntun og þjálfun

Vakinn var þróaður af Ferðamálastofu og hagsmunaaðilum með Qualmark gæðakerfið sem fyrirmynd, og settur í loftið í febrúar árið 2012. Við þróun Vakans í gegnum árin hefur verið horft til fjölmargra vottunarkerfa um heim allan eftir því hvaða starfsemi hefur verið til skoðunar. Fjölmargir hagsmunaaðilar hafa þá komið að uppfærslum og haft mikil og jákvæð áhrif. Öllum ábendingum um það sem betur má fara er vel tekið af verkefnastjórum Vakans hjá Ferðamálastofu á vakinn (hja) vakinn.is.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur