Sumarkjör fyrir ferðaþjónustuna

Vottunarstofan Tún vill gera sitt til að létta róður ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja efla innri gæðamál, minnka umhverfisáhrif, styrkja markaðssetningu og almenna ímynd sína á meðan greinin siglir í gegnum öldudalinn. Mikil undiralda var með umhverfismálum fyrir Covid-19 og sýndu kannanir aukna aðsókn ferðamanna í umhverfisvæna gisti- og áfangastaði auk þess sem mikil umræða var innanlands um styrkingu innviða landsins fyrir ferðaþjónstuna.

Gæða- og umhverfisvottun fyrir ferðaþjónustuna er meðal þess sem Tún býður upp á og þjónustum við þrjú mismunandi gæða- og umhverfiskerfi eða -merki á því sviði. Vakann, Green Key og Blue Flag.

Til að mæta fyrirtækjum í ferðaþjónustunni á þessum erfiðu tímum viljum við hjá Vottunarstofunni Túni gera okkar til að koma til móts við þau fyrirtæki sem hafa áhuga og getu á því að fara í vinnu við innleiðingu gæðakerfa. Nýjir viðskiptavinir Túns í Vakanum eða Green Key sem skila úttektar-/umsóknargögnum* fyrir 31. ágúst 2020 gefst kostur á að dreifa greiðslum vegna úttektar- og vottunarþjónustu á þrjá gjalddaga í stað eins. Stefna Túns hefur ætíð verið að bjóða eins hagstæð verð og mögulegt er og eigum við því ekki kost á að hagræða verðlagi.

Vakinn ætti að vera öllum nafnkunnur, þeim sem koma nálægt íslenskri ferðaþjónustu. Gæðavottunarkerfi Ferðamálastofu sem hefur verið aðlagað að íslenskum aðstæðum nær til nánast allra ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og er í stöðugri þróun til þess að mæta þörfum þeirra. Stakkaskipti urðu á kerfinu í byrjun árs 2019 þegar Vottunarstofan Tún, ásamt öðrum, tók við framkvæmd úttektar- og vottunarþjónustunnar. Sem faggildri vottunarstofu er okkur skylt að sinna þjónustu við kerfið skv. ströngum kröfum ISO 17065 og ISO 19011 sem tryggir samræmi milli vottaðra fyrirtækja. Vakinn er öflugt kerfi sem krefst mikils af þátttakendum og veitum við viðskiptavinum okkar þétt og gott aðhald á vottunartíma til að tryggja samfellt samræmi við kröfurnar. Að standast kröfur Vakans merkir að fyrirtækið stendur framar flestum öðrum óvottuðum ferðaþjónustufyrirtækjum í gæða- og öryggismálum og getur jafnvel bætt við sig Silfur- eða Gullflokk í umhverfismálum og skarað þannig fram úr á alþjóðavísu í umhverfismálum ferðaþjónustufyrirtækja. Vakinn er einnig eina kerfið á Íslandi sem hefur vald til þess að veita hótelum stjörnugjöf. Verð fyrir þjónustu skv. Vakanum eru sérsniðin að hverju fyrirtæki eftir umfangi. Endilega hafið samband sé verðtilboðs óskað.

Green Key umhverfismerkið hefur verið á Íslandi síðan 2016 en farið lítið fyrir því hingað til, en við hjá Túni vonumst til að gera þar bragabót á. Þekktast fyrir hótel og gististaði er það einnig í boði í fleiri flokkum eins og ráðstefnuaðstöðu, veitingastaði og tjaldsvæði. Vinsældir kerfisins má rekja til þess að Green Key gerir miklar kröfur til þátttakenda en er þrátt fyrir það hannað með það fyrir augum að hafa ekki hamlandi áhrif á rekstrarafkomu þátttakenda. Green Key að helmingshluta stjórnað af dönsku veitinga- og gistisamtökunum HORESTA sem tryggir áfram þá þróun, á meðan hinum helmingnum er stjórnað af FEE (Foundation for Environmental Education) sem tryggir framsækja þróun umhverfisþátta. Með yfir 3.300 þátttakendur í um 66 löndum og öfluga þátttöku á samfélagsmiðlum hefur Green Key tryggt sér sess sem eitt þekktasta umhverfismerki ferðaþjónustunnar víða um heim. Green Key á Íslandi er í boði skv. verðskrá.

*
Vakinn: Úttektargögn teljast „Almenn- og sértæk viðmið“. Aðgengi að rafrænum Almennum viðmiðum vegna úttektar er veitt að undirrituðum samningi. Mikilvægt er að gefa sér ríflegan tíma til þess að óska eftir tilboði og meta það. Nokkur tími getur farið í söfnun og gerð gagna og undirbúning fyrir úttekt. Sé áhugi á Vakanum mælum við með því að þið hafið samband við okkur fljótlega þar sem kjörin gilda aðeins ef staðið er við skiladagsetningu úttektargagna, 31. ágúst. Við erum alltaf boðin og búin að ræða við áhugasama, hvort heldur til ráðlegginga eða samningaviðræðna. Þá veitir Ferðamálastofa einnig ráðgjöf vegna umsókna í Vakann.

Green Key: Umsóknargögn eru á sama tíma umsókn, samningur og innsending úttektargagna. Þar sem Green Key byggir á opinni verðskrá liggur verðið fyrir án frekara samtals. Til að nálgast umsóknargögn þarf aðeins að hafa samband. Undirbúningur fyrir Green Key getur tekið nokkurn tíma og kann stundum að kalla á ráðgjöf við okkur hjá Túni varðandi viðeigandi gögn. Ekki hika við að hafa samband.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur