Umsóknir

Photo by Joan Costa from Pexels

Umsóknir um vottun

Ef þú hefur áhuga á því að bæta umhverfi þitt og framleiðslu, til dæmis með þvi að taka upp lífrænar eða sjálfbærar aðferðir, eða ef þú hyggst sækja inn á hágæðamarkaði þar sem gerðar eru miklar kröfur um tillitsemi framleiðslunnar við umhverfið, er skref í þá átt að afla upplýsinga hjá Túni. Það má gera með því til dæmis að óska eftir viðtali við starfsmann Túns, fá kynningargögn send í pósti, eða panta eintak af reglum fyrir þau svið framleiðslu sem þú hyggst láta votta. Þannig getur þú betur áttað þig á því hvort þessi leið hentar þér og hvað þarf til.

Ef þú hefur í hyggju að markaðssetja afurðir sem lífrænar óhjákvæmilegt að sækja um vottun þar sem tilvísun til lífrænna aðferða er eingöngu heimil þeim sem staðist hafa úttekt óháðrar vottunarstofu og undirgangast reglubundið eftirlit hennar. Og merki MSC er aðeins unnt að nota við sölu sjávarafurða ef vottun liggur að baki.

Umsóknargögn skal panta með góðum fyrirvara (t.d. með símtali eða tölvuskeyti til tun@tun.is).

Að fenginni umsókn er umsóknin rýnd, rætt nánar við umsækjanda, gert er tilboð um framkvæmd og kostnað, og samningar undirritaðir.

Umsóknarferlið tekur mis langan tíma eftir því hvaða svið framleiðslu er um að ræða, hversu umsóknin er vönduð, hve greiðlega gengur að afla gagna og gera úttektina, og hve miklu þarf að breyta í framleiðslunni til þess að uppfylla settar kröfur.

 

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur