Reglur um notkun sáðvöru í lífrænni ræktun

Rules for the use of seeds in organic agriculture

Í lífrænni ræktun skal nota vottaða lífræna sáðvöru og plöntufjölgunarefni. Með sáðvöru er hér átt við fræ og kartöfluútsæði.

Til þess að aðstoða bændur og fyrirtæki við öflun lífrænt framleiddrar sáðvöru skulu stjórnvöld í ríkjum EES/ESB setja upp gagnabanka um slíka vöru sem fáanleg er á markaðinum. Þangað eiga seljendur sáðvöru að geta sent upplýsingar um þá sáðvöru sem þeir eiga á boðstólum og vilja markaðssetja.

Ef nægilegt framboð er á lífrænni sáðvöru af þeim tegundum og yrkjum sem ætlunin er að rækta ber að nota hana umfram hefðbundna sáðvöru. Gagnabankar fyrir lífræna sáðvöru tilgreina tegundir og yrki sem nægt framboð er á og ekki er heimilt að veita undanþágu fyrir.

Ef sáðvara er ekki fáanleg vottuð lífræn af þeirri tegund sem ætlunin er að rækta eða ef ekki er fáanlegt hentugt yrki, þá er unnt að sækja um undanþágu til vottunarstofu um að nota sáðvöru sem framleidd er með hefðbundum aðferðum (sjá umsókn um undanþágu).

Reglur um sáðvöru í lífrænni ræktun er að finna í reglugerð nr. 74/2002, sbr. og reglugerð (EB) nr. 1452/2003 sem innleidd var með reglugerð nr. 951/2008.

 

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur