Lífræn byggðaþróun

Vottunarstofan Tún, Staðardagskrá 21 og Byggðastofnun settu fyrir nokkrum árum á fót starfshóp til að fjalla um lífræna framleiðslu á Íslandi, stöðu hennar og möguleika.

Starfshópurinn skilaði ítarlegri skýrslu um málið sumarið 2006, Lífræn framleiðsla – ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar.

Í skýrslunni er lagt mat á hindranir og sóknarfæri á þessu sviði. Settar eru fram megin niðurstöður í 20 liðum og jafnframt ályktað hvernig skynsamlegt sé að efla lífræna þróun hér á landi.

Meðal þess sem skýrsluhöfundar benda á er eftirfarandi:

– hagnýta þarf lífrænar aðferðir til eflingar landbúnaði og byggðaþróun;

– íslenskir framleiðendur þurfa að svara eftirspurn eftir lífrænum afurðum;

– nýta þarf hinar jákvæðu aðstæður hérlendis til sóknar í lífrænni framleiðslu;

– brýnt er að efla samkeppnisstöðu Íslands í lífrænni framleiðslu;

– Ísland þarf að taka virkan þátt í lífrænni þróun landbúnaðar og dreifbýlis og á að setja sér það markmið að verða ekki eftirbátur annarra þjóða á því sviði eins og nú er.

Skýrsluna má kynna sér nánar pdf hér.

 

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur