Vottunarstofan Tún, Staðardagskrá 21 og Byggðastofnun settu fyrir nokkrum árum á fót starfshóp til að fjalla um lífræna framleiðslu á Íslandi, stöðu hennar og möguleika.
Starfshópurinn skilaði ítarlegri skýrslu um málið sumarið 2006, Lífræn framleiðsla – ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar.
Í skýrslunni er lagt mat á hindranir og sóknarfæri á þessu sviði. Settar eru fram megin niðurstöður í 20 liðum og jafnframt ályktað hvernig skynsamlegt sé að efla lífræna þróun hér á landi.
Meðal þess sem skýrsluhöfundar benda á er eftirfarandi:
– hagnýta þarf lífrænar aðferðir til eflingar landbúnaði og byggðaþróun;
– íslenskir framleiðendur þurfa að svara eftirspurn eftir lífrænum afurðum;
– nýta þarf hinar jákvæðu aðstæður hérlendis til sóknar í lífrænni framleiðslu;
– brýnt er að efla samkeppnisstöðu Íslands í lífrænni framleiðslu;
– Ísland þarf að taka virkan þátt í lífrænni þróun landbúnaðar og dreifbýlis og á að setja sér það markmið að verða ekki eftirbátur annarra þjóða á því sviði eins og nú er.
Skýrsluna má kynna sér nánar hér.