Umsóknarferli
- Umsækjandi hefur samband við Vottunarstofuna Tún ehf., framkvæmdaraðila Green Key á Íslandi.
- Tún sendir umsóknargögn til umsækjanda.
- Umsækjandi sendir inn vel útfyllt umsóknargögn til Túns og greiðir þátttökugjald Green Key til Túns.
Úttektarferli
- Matsmaður Túns fer yfir umsóknargögn út frá kröfum Green Key.
- Matsmaður Túns og tengiliður umsækjanda ákveða tímasetningu úttektar.
- Umsækjandi fær vettvangsúttekt frá matsmanni Túns.
Ákvörðun
- Umsóknin og matsskýrsla er lögð fyrir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar.
- Ef umsókn er samþykkt fær umsækjandi vottorð og skjöld með merki Green Key (einnig er hægt að kaupa fána).
Framhaldið
Vottun Green Key gildir í 12 mánuði og verður að endurnýja árlega.
Árin í kjölfarið þegar gerð er vettvangsúttekt (annað ár og að jafnaði þriðja hvert ár eftir það): Fyrir lok vottunartímabils sendir umsækjandi uppfærðar upplýsingar á umsóknargögnum, greiðir þátttökugjald Green Key til Túns og fær vettvangsúttekt. Umsóknin og matsskýrslan eru borin undir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar um vottun.
Þau ár sem ekki er vettvangsúttekt: Fyrir lok vottunartímabils sendir umsækjandi uppfærðar upplýsingar á umsóknargögnum og greiðir þátttökugjald til Túns. Umsóknin er borin undir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar um vottun.
Hafðu samband við Vottunarstofuna Tún ehf. sé áhugi í þínu fyrirtæki fyrir Green Key.