Vottunarferli Green Key

Umsóknarferli

 1. Umsækjandi hefur samband við Vottunarstofuna Tún ehf., framkvæmdaraðila Green Key á Íslandi.
 2. Tún sendir umsóknargögn til umsækjanda.
 3. Umsækjandi sendir inn vel útfyllt umsóknargögn til Túns og greiðir þátttökugjald Green Key til Túns.

Úttektarferli

 1. Matsmaður Túns fer yfir umsóknargögn út frá kröfum Green Key.
 2. Matsmaður Túns og tengiliður umsækjanda ákveða tímasetningu úttektar.
 3. Umsækjandi fær vettvangsúttekt frá matsmanni Túns.

Ákvörðun

 1. Umsóknin og matsskýrsla er lögð fyrir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar.
 2. Ef umsókn er samþykkt fær umsækjandi vottorð og skjöld með merki Green Key (einnig er hægt að kaupa fána).

Framhaldið

Vottun Green Key gildir í 12 mánuði og verður að endurnýja árlega.

Árin í kjölfarið þegar gerð er vettvangsúttekt (annað ár og að jafnaði þriðja hvert ár eftir það): Fyrir lok vottunartímabils sendir umsækjandi uppfærðar upplýsingar á umsóknargögnum, greiðir þátttökugjald Green Key til Túns og fær vettvangsúttekt. Umsóknin og matsskýrslan eru borin undir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar um vottun.

Þau ár sem ekki er vettvangsúttekt: Fyrir lok vottunartímabils sendir umsækjandi uppfærðar upplýsingar á umsóknargögnum og greiðir þátttökugjald til Túns. Umsóknin er borin undir vottunarnefnd Green Key á Íslandi til ákvörðunar um vottun.

Hafðu samband við Vottunarstofuna Tún ehf. sé áhugi í þínu fyrirtæki fyrir Green Key.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur