Umsókn um Green Key
Það sýnir metnað og ábyrgð í verki að sækja um vottun á sínu starfi frá óháðum aðila. Með þátttöku í Green Key umhverfismerkinu nýtur fyrirtækið ekki aðeins bættrar ímyndar heldur getur hún einnig haft jákvæð áhrif á almennan rekstur, betri starfsanda og umfram allt minna umhverfisfótspor rekstursins.
Ekki alveg viss?
Til að fá hugmynd um stöðu hótelsins getur þú fyllt út þetta sjálfsmatsform fyrir Green Key á Íslandi.
SJÁLFSMATSFORM
Ég vil sækja um!
Sendu okkur tölvupóst á ragnar@tun.is og við sendum ykkur umsóknargögn. Umsókn byggir á sjálfmati fyrirtækis á eigin frammistöðu og fylgiskjölum til stuðnings ákveðnum kröfum. Þegar umsókn og fylgigögn hafa verið vel útfyllt eru þau send til Túns og gjöld Green Key fyrir fyrsta árið greidd. Upplýsingar í umsókn er staðfestar í vettvangsúttekt.