Gæðaviðmið Græna Lykilsins

Gæðaviðmið – Criteria

Flokkar Græna lykilsins eru ólíkir og því eru kröfurnar til þeirra mismunandi. Gæðaviðmiðin samanstanda af þessum kröfum og þarf í heild að uppfylla að lágmarki allar skyldukröfur hvers flokks og aukinn fjölda valkrafna til að uppfylla gæðaviðmiðin.

Í ár líður undir lok gildistími þeirra gæðaviðmiða sem notuð hafa verið síðan 2016. Uppfærð gæðamiðmið miðast við 1. janúar 2022 og gilda þau til ársins 2025. Uppfærslan tekur á athugasemdum sem komið hafa frá notendum umhverfismerkisins og breytinga á umhverfi okkar, bæði í aðgengi að umhverfisvænni vörum, orku og tækni og þess þroska sem hefur færst í umhverfisvitund okkar með tíð og tíma.

Tækifærið við þessa uppfærslu var nýtt hér á landi til aðlögunar gæðaviðmiða Græna Lykilsins að Íslenskum aðstæðum, enda er ljóst að við búum að mörgu leiti við aðrar aðstæður en margar þjóðir þegar kemur til að mynda að aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum, jafnrétti og almennum innviðum samfélagsins sem stuðla að sjálfbærum starfsháttum.

Vilji er til að hafa allt efnið þýtt yfir á íslensku en vegna þess hagræðis sem hlýst af samvinnu við nágrannaþjóðir okkar og aðra þátttakendur í Græna Lyklinum, samnýtingu og samanburði á gæðaviðmiðum var ákveðið að hafa efnið á ensku.

Fyrsta skjalið eru nýju íslensku kröfurnar ásamt skýringum. Athugið að þetta er upplýsingaskjal en ekki umsóknarskjal, en það er nú í vinnslu.

Íslenskar gæðakröfur Græna Lykilsins fyrir alla flokka – Icelandic Green Key Criteria for all categories

Seinna skjalið er samanburðarskjal milli krafnanna sem giltu frá 2016-2021 og þeirra sem taka gildi 1. janúar 2022.

Breytingaskjal frá kröfum 2016-2021 yfir í íslenskar kröfur 2022-2025 – Documented changes from the  2016-2021 criteria to the Icelandic 2022-2025 criteria

Þessi skjöl eru birt 1. júní 2021 og uppfylla því 6 mánaða aðlögunartíma þeirra sem þegar eru í kerfinu. Þeir sem hyggjast sækja um þátttöku í Græna Lyklinum er bent á að fylgja nýju kröfum sem taka gildi 1. janúar 2022 þar sem aðlögunartíminn er þegar hafinn.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur