Green Key – Græni Lykillinn
Green Key eða Græni Lykillinn eins og hann er einnig þekktur sem hér á landi, er alþjóðlega viðurkennt umhverfisvottunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna og státar af því að vera útbreiddasta alþjóðlega umhverfisviðurkenningin sem snýr að hótelum og gististöðum. Árið 2021 fengu rúmlega 3200 staðir viðurkenninguna í 65 löndum um heim allan.
Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta og tekur þannig til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Græni lykillinn leggur áherslu á að minnka umhverfisáhrif rekstrar, draga úr rekstrarkostnaði og stuðla að sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar.
Græni lykillinn er veittur til hótela og gististaða, ráðstefnusala, veitingastaða, safna, tjaldsvæða og skemmtigarða.
Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.
Einnig hvetjum við ykkur til að kynnast umhverfismerkinu á GreenKey.global, en þar er að finna mikið magn upplýsinga um kerfið.