Blue Flag Vottunarferli

Hverjir geta sótt um?

Sveitafélög geta sótt um fyrir strendur, eigendur geta sótt um fyrir hafnir og ferðaþjónustufyrirtæki geta sótt um fyrir ferðaþjónustubáta. Hver strönd, höfn eða bátur er skilgreind sem staður (e. site) og getur því einn umráðaaðili sótt um marga staði á sínum vegum, hvort sem það er strönd, höfn eða bátur.

Hvenær get ég sótt um?

Bláfáninn er veittur einu sinni á ári, jafnan í seinni hluta maí. Umsóknarfrestur er 30. nóvember ár hvert. Mikilvægt er að hafa nægan tíma til að vinna úr frávikum ef einhver koma upp og bregðast við kröfum um frekari upplýsingar.

Umsóknarferli

Umráðaaðilar (sveitarfélög, eigendur eða rekstraraðilar) hafa samband við Tún og fá send umsóknareyðublöð sem fylla þarf út og senda inn með með viðeigandi gögnum. Matsmaður Túns framkvæmir úttekt á gögnunum og sendir niðurstöður sínar til vottunarnefndar Bláfánans á Íslandi til umfjöllunar. Íslenska vottunarnefndin getur hafnað eða samþykkt umsóknir, en í undantekningartilfellum samþykkt undanþágur vegna sérstakra aðstæðna. Samþykktar umsóknir og umsóknir með undanþágum eru send alþjóðavottunarnefnd Blue Flag sem tekur ákvörðun um veitingu Bláfánans það árið.

Hæfi til vottunar

Til að öðlast vottun Blue Flag þarf að standast allar skyldukröfur auk þess að uppfylla valkröfur í auknu mæli eftir því sem líður á þátttöku í umhverfismerkinu.

Strandir eru minntar á að samþykktar vatnsgæðamælingar frá fyrra ári verða að fylgja með umsóknargögnum.

Vottunartímabil

Bláfáninn er veittur til eins árs eða tímabils í senn. Tímabil er skilgreint af umsækjanda og tekur það mið af opnunartíma eða mesta nýtingartíma staðarins (t.d. aðeins yfir sumarið eða allt árið). Bæði innlendir sem alþjóðlegir matsmenn sinna heimsóknum, tilkynntum sem ótilkynntum, á Blue Flag staði yfir tímabilið til að tryggja samfellt samræmi við kröfur Bláfánans.

Samfellt samræmi við kröfur

Umráðaaðilar eru skuldbundnir til að tryggja samræmi við kröfur þegar Bláfáninn blaktir við hún.

Á vottunartímabilinu mælir viðkomandi heilbrigðiseftirlit reglulega gæði vatns auk þess sem matsmenn annað hæft starfsfólk Túns sinnir gæðaheimsóknum minnst einu sinni á tímabilinu. Enn frekar, til að tryggja samræmi gæða milli landa, sinna alþjóðlegir matsmenn Blue Flag International úttektum á Bláfánastöðum um allan heim, ýmist tilkynnt eða ótilkynnt. Það er gert jafnt til að tryggja samræmi staða en einnig til að tryggja samræmi í aðferðafræði og hæfi matsmanna við kröfur Blue Flag International.

Gestir og viðskiptavinir eru oft eftirtektarsamir og er velkomið að senda tilkynningar eða kvartanir sem verða teknar fyrir og kannaðar frekar af Túni.

Komi til ósamræmis við kröfur er Bláfáninn tekinn niður á meðan unnið er að úrbótum eða það sem eftir lifir tímabils sé þess þörf.

Ábyrgð á samræmi við kröfur

Bláfánaverkefninu er miðstýrt af Foundation for Environmental Education (“FEE”) í gengum net umsjónarmanna og vottunarnefnda um allan heim. Eigandi eða rekstraraðili strandar, hafnar eða báta sem hefur hlotið Bláfánann á hverju tímabili á rétt á að flagga honum þar sem FEE þótti sannreynt þegar Bláfáninn var afhentur að viðkomandi hafi staðist margar og strangar kröfur á sviði umhverfis, fræðslu, öryggis og aðgengis. Með umsókn hefur eigandinn / rekstraraðilinn samþykkt ábyrgð á að viðhalda samræmi við kröfurnar út hvert Bláfánatímabil. Þó svo aðilar á vegum FEE kunni að framkvæma athuganir á umsækjendur af og til, ber FEE, starfsmenn eða aðrir aðilar á vegum samtakanna, meðlimir samtakanna, vottunarnefndarmeðlimir, eða starfsmenn Vottunarstofunnar Túns ehf. EKKI ábyrgð á frávikum frá kröfum eða nokkrum afleiðingum sem þær kunna að hafa.

“The Blue Flag programme is administered by the Foundation for Environmental Education
(“FEE”) through a network of national operators and juries in numerous countries throughout the
world. The owner/operator of this [beach][marina][boat] has been awarded the right to display the
Blue Flag because it has satisfied FEE that it complied at the time of award with a number of
stringent environmental, educational, safety and accessibility criteria. The owner/operator has
accepted the responsibility to ensure continued compliance with all such criteria. While FEE may
carry out checks of sites from time to time, neither FEE, nor any of its officers, members or jury
members accept any responsibility to any person in the event of any non-compliance.”

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur