Bláfánaveifan fyrir eigendur skemmtibáta

Hvað er Bláfánaveifan?

Eigendur skemmtibáta sem treysta sér til að standa vörð um siðareglur Bláfánans og standa við þær sjálfir geta óskað eftir að taka þátt. Þeir skrifa undir siðareglurnar og fá senda Bláfánaveifu (þríhyrndan fána sem er einkennandi fyrir verkefnið).

Með þátttöku gefa eigendur bátanna skýr merki um eigin afstöðu til umhverfisverndar hafs og strandsvæða og eru samferðarfólki sínu gott fordæmi. Áhrif góðra fordæma á umhverfisvernd eru ótrúleg og gildir þar eins og víðar; því fleiri sem taka þátt því meiri eru áhrifin. Íslendingar hafa ítrekað sýnt það og sannað með átökum gegn utanvegaakstur, losun sorps á víðavangi og fleiri sviðum.

Að standa við siðareglurnar er algerlega á ábyrgð handhafa fánans og ólíkt formlegri vottun Bláfánans fyrir smábátahafnir, ferðaþjónustubáta og baðstrendur er ekkert eftirlit með Bláfána fyrir eigendur skemmtibáta.

Siðareglurnar eru:

 • Ég mun ekki henda rusli í hafið eða meðfram ströndum.
 • Ég mun ekki losa skólp nálægt ströndum eða á viðkvæmum svæðum.
 • Ég mun ekki losa hættulegan úrgang (olíu, málningu, notaðar rafhlöður, hreinsiefni o.s.frv.) í hafið.
 • Ég mun koma þeim úrgangi í viðeigandi gáma eða ílát við höfnina.
 • Ég mun tala fyrir og nýta aðstöðu til endurvinnslu (gler, pappi, plast o.s.frv.).
 • Ég mun nota umhverfisvænstu vörur í boði og nýta þær vel.
 • Ég mun tilkynna mengun og önnur brot á reglum varðandi umhverfið til yfirvalda.
 • Ég mun ekki taka þátt í óleyfilegum veiðiaðferðum og mun virða takmarkanir á veiði.
 • Ég mun vernda dýr og gróður í hafinu, meðal annars með því að trufla ekki fugla á varptíma, seli eða önnur sjávarspendýr.
 • Ég mun virða viðkvæm og vernduð svæði.
 • Ég mun forðast að skaða sjávarbotninn (t.d. með því hvernig ég legg akkeri).
 • Ég mun forðast að trufla fiskeldis- og fiskveiðibúnað.
 • Ég mun ekki kaupa eða nota hluti búna til úr vernduðum tegundum eða fornmunum af sjávarbotni.
 • Ég mun hvetja annað bátafólk til að sinna umhverfinu vel.

Skráningargjald

Skráningargjald eru einungis 3.000 krónur. Markmið verkefnisins er að breiða út boðskap umhverfisverndar og hafa áhrif á nærsamfélagið til hins betra. Þessi upphæð nægir fyrir fánanum sjálfum, skráningu og umsýslu auk sendingarkostnaðar. Trosnaða og ónýta fána þarf að skipta um og er endurnýjun á helmingsafslætti. Ekki er leyfilegt að flagga ónýtum veifum.

Hvernig sæki ég um?

Sendið erindið á ragnar@tun.is og óskið er eftir eyðublaði til undirritunar.

Geta allir tekið þátt?

Þetta verkefni Bláfánans er eingöngu fyrir eigendur skemmtibáta sem ekki nýta bátana í rekstri (e. commercial use).

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur