Blue Flag – Bláfáninn

Blue Flag – Bláfáninn

Bláfáninn hefur skapað sér nafn sem umhverfismerki ferðaþjónustubáta, smábátahafna og baðstranda sem fólk getur treyst. Blue Flag eins og hann er betur þekktur undir erlendis er gífurlega útbreiddur en hann nær til rúmlega 4800 staða í 50 löndum. Vottunarhafar Blue Flag þurfa að hafa staðist strangar kröfur í umhverfis- og öryggismálum auk þess að stuðla að fræðslu til bæði starfsmanna og almennings á sviði umhverfismála.

Vottunin gildir til eins árs auk þess sem úttektaraðilar heimsækja staðina á vottunartímabilinu. Það tryggir sem best að handhafar Bláfánans uppfylli kröfur umhverfismerkisins allan þann tíma sem Bláfáninn sjálfur blaktir við hún.

Til að tryggja að ákvörðun um afhendingu Blue Flag sé bæði fagleg og viðeigandi skv. aðstæðum í hverju landi en einnig samræmd milli landa er ákvörðunaferlið bæði innlent og alþjóðlegt. Að lokinni umsókn þar sem ýmsar upplýsingar um umsækjanda og fylgigögn eru send inn fer matsmaður Túns, sem svokallaður “National Operator” á Íslandi, yfir umsóknina og metur hvort kröfum Blue Flag sé mætt. Sú niðurstaða er borin undir innlenda vottunarnefnd sem í sitja hagsmunaaðilar ferðmála, umhverfis, menntunar og öryggis; s.s. fulltrúar samtaka, stofnana, ráðuneyta o.s.frv. auk sérfræðinga ef þess gerist þörf. Niðurstaða þeirra er loks borin undir alþjóðavottunarnefnd af svipaðri samsetningu sem tekur ákvörðun um vottun skv. Blue Flag. Umsóknarferlið má sjá hér að neðan á einfaldri mynd.

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Einnig hvetjum við ykkur til að kynnast umhverfismerkinu á GreenKey.global, en þar er að finna mikið magn upplýsinga um kerfið.

Heimasíða Blue Flag International

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur