Umsagnarréttur, kvartanir, andmæli og endurupptaka ákvarðana

Viðskiptavinir Túns og aðrir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta og hafa athugasemdir við þjónustu, starfshætti og ákvarðanir vottunarstofunnar eru hvattir til að koma þeim þeim á framfæri við Tún.

Til þess að athugasemdir verði teknar til umfjöllunar þurfa þær að berast Túni skriflega og vera studdar efnislegum rökum og viðeigandi gögnum. Athugasemdir skulu berast á tölvupósti sem sendur er á tun@tun.is, ásamt nafni og heimilisfangi sendanda, og nafni, netfangi og símanúmeri þess einstaklings/starfsmanns, sem hafa ber samband við þegar leita þarf nánari upplýsinga eða senda þarf svör við athugasemdunum.

Athugasemdir geta verið í formi umsagna, kvartana, beiðna um endurupptöku ákvarðana, eða andmæla.

Umsagnir
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við mat á tilteknum fiskistofni eða fiskveiðum samkvæmt aðferðafræði og stöðlum Marine Stewardship Council (MSC) eiga þess kost að leggja fram athugasemdir við einstaka áfanga matsferlisins. Þessu er nánar lýst á heimasíðu MSC.

Kvörtun
Almennar athugasemdir við þjónustu og starfshætti og ákvarðanir Túns frá einstaklingum og aðilum sem telja sig varða um málið.

Beiðni um endurupptöku
Viðskiptavinur vottunarkerfis (t.d. umsækjandi um vottun) óskar eftir endurupptöku ákvörðunar vottunarnefndar um vottun og skilyrði fyrir vottun.

Andmæli
Viðskiptavinur vottunarkerfis eða aðili sem telur sig eiga hagsmuna að gæta getur sett fram formleg andmæli:

(a) andmæli við rökstudda tillögu matsnefndar um vottun tiltekins fiskistofns, samkvæmt sérstöku verklagi sem eigandi MSC-staðlanna, Marine Stewardship Council, gefur út (sjá hér) slík andmæli eru send til MSC, en afrit sent vottunarstofu sem annast mat á viðkomandi fiskistofni;

(b) andmæli við niðurstöðu Túns við umfjöllun um kvörtun eða endurupptökuósk; metið er í hverju tilviki hvort slík andmæli skuli fá frekari umfjöllun hjá Túni eða hvort þeim er vísað til eftirlitsaðila Túns.

Nánari upplýsingar um verklag við meðferð athugasemda má fá hjá Vottunarstofunni Túni (tun@tun.is). Sjá einnig verklagsreglu Túns um meðferð kvartana og andmæla.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur