Ábendingar og kvartanir

Ábendingar og kvartanir

 

Viljir þú koma á framfæri ábendingu eða kvörtun annað hvort um þjónustu á vegum Túns eða vörur eða þjónustu vottaða af Túni biðjum við þig að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum til að skilaboðin fari í réttan farveg.

Ábendingar eða kvartanir vegna þjónustu Túns

Hafir þú ábendingu um hvað megi betur fara eða kvörtun á þjónustu Túns biðjum við þig að senda tölvupóst á tun@tun.is með eftirfarandi upplýsingum.

 • Vottunarsvið sem við á (lífrænt, MSC/ASC eða ferðaþjónusta)
 • Þjónusta sem var veitt eða láðist að veita
 • Starfsmaður Túns ef við á
 • Tímasetning eða tímabil atburðar
 • Ítarleg lýsing, ábending eða kvörtun sem hægt er að vinna að úrbótum út frá.

Ábendingar eða kvartanir vegna vottunarhafa Túns

Hafir þú ábendingu um hvað megi betur fara, kvörtun á þjónustu eða vöru eða hugsanlegt frávik vottunarhafa Túns biðjum við þig að senda tölvupóst á tun@tun.is með eftirfarandi upplýsingum.

 • Vottunarhafi
 • Vottunarkerfi sem vara eða þjónusta er vottuð samkvæmt
  • Lífræn vottun
  • Lífræn vottun utan reglugerðar
  • Náttúruafurðir
  • MSC sjálfbærnivottun fiskistofna
  • MSC rekjanleikavottun fiskafurða
  • Vakinn – gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
  • Græni Lykillinn – Green Key
  • Bláfáninn – Blue Flag
 • Tímasetning eða tímabil atburðar
 • Ítarleg lýsing, ábending eða kvörtun sem hægt er að vinna að úrbótum út frá.
  • ATH. vegna hugsanlegra frávika er mikilvægt að sannprófun á fráviki berist vottunarstofunni. Einungis er hægt að fylgja eftir vel rökstuddum tilkynningum.
  • Sannprófun getur til dæmis verið ljósmynd, myndskeið, skjala afrit, skjásk0t af heimasíðu eða markaðsefni o.s.frv.

Allar tilkynningar eru meðhöndlaðar skv. persónuverndarstefnu Vottunarstofunnar Túns ehf. Reynist þörf á frekari upplýsingum áskilur Tún sér rétt til að kalla eftir þeim með svarpósti á netfang sendanda. Sé eðli tilkynningarinnar þess eðlis mun Tún upplýsa sendanda um málalyktir.

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Vottunarstofan Tún notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
 • wordpress_test_cookie
 • wordpress_logged_in_
 • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á tun.is
 • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur