Ábendingar og kvartanir
Viljir þú koma á framfæri ábendingu eða kvörtun annað hvort um þjónustu á vegum Túns eða vörur eða þjónustu vottaða af Túni biðjum við þig að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum til að skilaboðin fari í réttan farveg.
Ábendingar eða kvartanir vegna þjónustu Túns
Hafir þú ábendingu um hvað megi betur fara eða kvörtun á þjónustu Túns biðjum við þig að senda tölvupóst á tun@tun.is með eftirfarandi upplýsingum.
- Vottunarsvið sem við á (lífrænt, MSC/ASC eða ferðaþjónusta)
- Þjónusta sem var veitt eða láðist að veita
- Starfsmaður Túns ef við á
- Tímasetning eða tímabil atburðar
- Ítarleg lýsing, ábending eða kvörtun sem hægt er að vinna að úrbótum út frá.
Ábendingar eða kvartanir vegna vottunarhafa Túns
Hafir þú ábendingu um hvað megi betur fara, kvörtun á þjónustu eða vöru eða hugsanlegt frávik vottunarhafa Túns biðjum við þig að senda tölvupóst á tun@tun.is með eftirfarandi upplýsingum.
- Vottunarhafi
- Vottunarkerfi sem vara eða þjónusta er vottuð samkvæmt
- Lífræn vottun
- Lífræn vottun utan reglugerðar
- Náttúruafurðir
- MSC sjálfbærnivottun fiskistofna
- MSC rekjanleikavottun fiskafurða
- Vakinn – gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
- Græni Lykillinn – Green Key
- Bláfáninn – Blue Flag
- Tímasetning eða tímabil atburðar
- Ítarleg lýsing, ábending eða kvörtun sem hægt er að vinna að úrbótum út frá.
- ATH. vegna hugsanlegra frávika er mikilvægt að sannprófun á fráviki berist vottunarstofunni. Einungis er hægt að fylgja eftir vel rökstuddum tilkynningum.
- Sannprófun getur til dæmis verið ljósmynd, myndskeið, skjala afrit, skjásk0t af heimasíðu eða markaðsefni o.s.frv.
Allar tilkynningar eru meðhöndlaðar skv. persónuverndarstefnu Vottunarstofunnar Túns ehf. Reynist þörf á frekari upplýsingum áskilur Tún sér rétt til að kalla eftir þeim með svarpósti á netfang sendanda. Sé eðli tilkynningarinnar þess eðlis mun Tún upplýsa sendanda um málalyktir.